Eldunartíminn getur verið breytilegur eftir stærð steikarinnar er eða hvaða uppskrift eða aðferð er notuð. Mikilvægast er þó að ná réttum kjarnhita óháð eldunaraðferð.
Kjötið verður betra ef kjarnhiti kjötsins hækkar jafnt og þétt. Passið að hitinn rjúki ekki upp á skömmum tíma.
Látið kjötið ná stofuhita áður en þið byrjið að elda.
Leyfið steikinni að standa í minnst 15 mínútur til að jafna sig áður en hún er skorin.
Hamborgarahryggur
Kjarnhiti hamborgarahryggs á að ná 68°C óháð því hvaða eldunaraðferð er notuð.
Algengast er að miða við 45 mínútur fyrir hvert kíló sem hryggurinn er.

Rjúpa
Kjarnhiti rjúpu er bestur í 52°-52°C.

Hangikjöt
Hangikjöt er venjulega vel eldað, æskilegur kjarnhiti er því 68°-70°C.

Kalkúnn
Kalkúnn þarf að ná 70°- 74°C kjarnhiti til að teljast öruggur til neyslu.

Nautalund eða Wellington
Kjarnhiti nautakjöts skiptir gífurlega miklu máli ef jólasteikin á ekki að enda sem skósóli.
- 54°C fyrir léttsteikt (e. medium rare)
- 60°C fyrir meðalsteikt (e. medium)

Lambahryggur eða lambalæri
Lambakjöt telst meðalsteikt þegar það nær kjarnhita 54°C en algengast er að hafa það meðalvel steikt eða fullsteikt, þá er kjarnhiti kjötsins hafður 66°C-70°C.
Léttreyktur lambahryggur á að ná 70°- 73°C kjöthita.
